Nokia-kvikmyndabanki
Með Nokia-kvikmyndabankanum (sérþjónusta) er hægt að
hlaða niður og straumspila myndskeið frá samhæfum
kvikmyndaveitum á netinu með því að nota
pakkagagnatengingu eða þráðlausa staðarnetstengingu.
Einnig er hægt að flytja myndskeið úr samhæfri tölvu í
tækið og skoða þau í
Kvikm.banki
.
Kvikm.banki
styður sömu skráarsnið og
RealPlayer
. Sjá
„RealPlayer“ á bls. 46.
Tækið kann að vera með fyrirfram skilgreinda þjónustu. Til
að tengjast internetinu og leita að tiltækri þjónustu sem
hægt er að setja í möppuna
Kvikm.banki
skaltu velja
Bæta
við nýrri þjónustu
.
Þjónustuveitur bjóða ýmist ókeypis efni eða taka gjald
fyrir. Upplýsingar um verð fást hjá þjónustuveitunni.