Handvirk samstilling
Með handvirkri samstillingu er hægt að velja lög og
spilunarlista sem á að flytja, afrita eða eyða.
1.
Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum til
hægri, ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2.
Í vinstri upplýsingaglugganum skaltu skoða
tónlistarskrárnar í tölvunni sem þú vilt samstilla.
3.
Dragðu lögin og slepptu þeim í Sync List til hægri.
Hægt er að sjá hve mikið minni er laust í tækinu fyrir
ofan Sync List.
For
rit
t
æ
kis
ins
38
4.
Til að eyða lögum eða plötum skaltu velja hlut á Sync
List, hægrismella og velja Remove from list.
5.
Til að hefja samstillingu skaltu smella á Start Sync.