Sjálfvirk samstilling
1.
Til að ræsa sjálfvirku samstillingaraðgerðina í Windows
Media Player skaltu smella á Sync, velja Nokia Handset
> Set Up Sync... og merkja við Sync this device
automatically reitinn.
2.
Veldu spilunarlistana sem þú vilt samstilla sjálfvirkt í
glugganum Available playlists og smelltu á Add.
Það sem valið var færist yfir í gluggann Playlists
to sync.
3.
Til að ljúka uppsetningu á sjálfvirkri samstillingu skaltu
smella á Finish.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og
tækið tengt uppfærist tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim
spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player. Ef
engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn
tölvunnar valið til samstillingar. Ef ekki er nægilega mikið
minni laust í tækinu velur Windows Media Player
handvirka samstillingu.
Til að stöðva sjálfvirka samstillingu skaltu smella á Sync og
velja Stop Sync to 'Nokia Handset'.