Nokia N95 - Margmiðlunarboð

background image

Margmiðlunarboð

Ýttu á

og veldu

Skilaboð

>

Valkostir

>

Stillingar

>

Margmiðlunarboð

og úr eftirfarandi:

Stærð myndar

—Til að velja myndastærðina

í margmiðlunarboðum.

MMS-gerð

—Ef þú velur

Með viðvörunum

lætur tækið

þig vita ef þú reynir að senda skilaboð sem ekki er víst að
móttökutæki styðji. Ef þú velur

Takmörkuð

kemur tækið

í veg fyrir að send séu skilaboð sem ekki eru studd. Til að
setja efni í skilaboðin án tilkynningar skaltu velja

Allt

.

Aðg.staður í notkun

—Til að velja hvaða aðgangsstað

á helst að nota.

Móttaka margmiðl.

—Til að velja hvernig þú vilt fá

skilaboðin. Til að taka sjálfkrafa á móti skilaboðum
á heimasímkerfi skaltu velja

Sjálfv. í heimakerfi

. Utan

heimasímkerfisins mun tilkynning berast um að þú
hafir móttekið skilaboð sem hafa verið vistuð
í margmiðlunarboðamiðstöðinni.

Utan símkerfisins þíns getur sending og móttaka
margmiðlunarboða kostað þig meira.

Ef þú velur

Móttaka margmiðl.

>

Alltaf sjálfvirk

kemur

tækið þitt sjálfkrafa á pakkagagnatengingu til að sækja
skilaboðin bæði innan og utan heimasímkerfisins þíns.

Leyfa nafnl. skilaboð

—Til að velja hvort hafna

á skilaboðum frá nafnlausum sendanda.

Fá auglýsingar

—Til að tilgreina hvort þú vilt taka á móti

auglýsingum í margmiðlunarboðum eða ekki.

Tilkynning um skil

—Til að velja hvort þú vilt að staða

sendra skilaboða sjáist í notkunarskránni (sérþjónusta).

Neita sendingu tilk.

—Til að velja hvort þú vilt loka fyrir

sendingu skilatilkynninga úr tækinu fyrir móttekin
skilaboð.

Gildistími skilaboða

—Til að velja hversu lengi

skilaboðamiðstöðin reynir að senda skilaboðin þín ef fyrsta
sending þeirra mistekst (sérþjónusta). Ef ekki tekst að
senda skilaboðin innan frestsins er skilaboðunum eytt
úr skilaboðamiðstöðinni.