 
Staðsetning
GPS-kerfið (Global Positioning System) er hnattrænt 
radíóleiðsögukerfi sem byggir á 24 gervihnöttum og 
jarðstöðvum þeirra sem fylgjast með virkni 
gervihnattanna. Í tækinu er innbyggður GPS-móttakari.
GPS-móttakarinn eins og sá sem er í tækinu, tekur á móti 
radíómerkjum af litlum styrk frá gervihnöttunum og mælir 
ferðatíma merkjanna. Út frá ferðatímanum getur GPS-
móttakarinn reiknað út staðsetningu sína upp á metra.
Punktarnir í GPS-tækinu eru gefnir upp í gráðum og broti 
úr gráðum og notað er alþjóðlega WGS-84 hnitakerfið.
GPS-kerfið (Global Positioning System) er rekið af 
Bandaríkjastjórn sem ber alla ábyrgð á nákvæmni þess og 
viðhaldi. Nákvæmni staðsetningargagna kann að verða 
fyrir áhrifum af breytingum á GPS-gervihnöttum sem 
gerðar eru af Bandaríkjastjórn og kann að breytast í 
samræmi við stefnu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna 
um borgaralegt GPS og alríkisáætlun um þráðlausa 
leiðsögu. Slæm rúmfræði gervihnatta getur einnig haft 
áhrif á nákvæmni. Staðsetning, byggingar, náttúrulegar 
hindranir auk veðurskilyrða kunna að hafa áhrif á móttöku 
og gæði GPS-merkja. Aðeins ætti að nota GPS-
móttakarann utanhúss til að taka á móti GPS-merkjum.
Aðeins ætti að nota GPS sem aðstoð við leiðsögu. Ekki ætti 
að nota það fyrir nákvæmar staðsetningarmælingar og 
aldrei ætti að treysta eingöngu á staðsetningargögn GPS-
móttakarans.
Tækið styður einnig A-GPS (Assisted GPS).
A-GPS notar pakkagagnatengingu til að sækja hjálpargögn 
sem bæta GPS-sambandið Þau stytta tímann sem tekur að 
reikna út staðsetningu tækisins þegar tækið tekur á móti 
merkjum frá gervihnöttum.
A-GPS er sérþjónusta.
Tækið hefur verið forstillt til að geta notað Nokia A-GPS 
þjónustuna ef engar tilteknar A-GPS stillingar eru hjá 
þjónustuveitunni. Aðeins er náð í hjálpargögn af Nokia 
A-GPS þjónustumiðlaranum þegar þörf krefur.
Nauðsynlegt er að hafa internetaðgangsstað fyrir 
pakkagögn tilgreindan í tækinu til að geta náð í 
hjálpargögn frá Nokia A-GPS þjónustunni. Til að tilgreina 
aðgangsstað fyrir A-GPS skaltu ýta á 
og velja
Verkfæri
>
Stillingar
>
Almennar
>
Staðsetning
>
Staðsetningarmiðlari
>
Aðgangsstaður
. Aðgangsstaður
fyrir þráðlaust staðarnet nýtist ekki í þessari þjónustu. 
Beðið er um internetaðgangsstað fyrir pakkagögn í fyrsta 
sinn sem GPS er notað í tækinu.
 
St
aðs
e
tning
71
Hægt er að gera mismunandi staðsetningaraðferðir virkar 
eða óvirkar, svo sem Bluetooth GPS, með því að ýta á 
og velja
Verkfæri
>
Stillingar
>
Almennar
>
Staðsetning
>
Staðsetningaraðferðir
.