Nokia Map Loader
Nokia Map Loader er tölvuhugbúnaður sem hægt er að
nota til að hlaða niður kortum af ýmsum löndum af
internetinu og setja þau upp í tækinu. Einnig er hægt að
nota hann til að hlaða niður raddskrám sem veita
nákvæma leiðsögn.
Setja þarf Nokia Map Loader hugbúnaðinn upp í samhæfri
tölvu til að hægt sé að nota hann. Hægt er að hlaða
St
aðs
e
tning
75
hugbúnaðinum niður af netinu á slóðinni
www.nokia.com/maps. Fylgdu fyrirmælunum á skjánum.
Þú verður að nota
Kort
-forritið og skoða kort að minnsta
kosti einu sinni áður en þú tekur Nokia Map Loader í
notkun. Nokia Map Loader notar upplýsingar úr
Kort
til að
kanna hvaða útgáfu kortaupplýsinga á að hlaða niður.
Þegar búið er að setja hugbúnaðinn upp á tölvunni þarftu
að gera eftirfarandi til að geta hlaðið niður kortum:
1.
Tengdu tækið við tölvuna með samhæfri USB-
gagnasnúru. Veldu stillinguna „Mass storage“ sem
USB-tengiaðferð.
2.
Opnaðu Nokia Map Loader í tölvunni. Nokia Map
Loader kannar hvaða útgáfum af kortaupplýsingum
skal hlaða niður.
3.
Veldu kortin eða raddleiðsagnarskrárnar sem þú vilt fá
og síðan skaltu hlaða þeim niður og setja upp í tækinu.
Ábending! Notaðu Nokia Map Loader til að vista gjöld
fyrir gagnaflutning.