Viðbótarþjónusta
Hægt er að kaupa og hlaða niður ýmiss konar
leiðbeiningum, svo sem borgar- og ferðahandbókum,
í tækið. Einnig geturðu keypt leyfi fyrir nákvæma aksturs-
og gönguleiðsögn með raddstýringu og
umferðarupplýsingaþjónustu til að nota í
Kort
.
Leiðsagnarleyfi gildir um tiltekið svæði (svæðið er valið
þegar leyfið er keypt) og aðeins er hægt að nota það
á þessu tiltekna svæði.
Efnið vistast sjálfkrafa í minni tækisins eða á samhæfu
minniskorti (ef slíkt kort er í tækinu).
Hægt er að færa leiðsagnarleyfið sem þú kaupir yfir í
annað tæki en aðeins er hægt að ræsa það í einu tæki
í einu.
Umferðarupplýsingar og tengd þjónusta er veitt af þriðja
aðila, óháð Nokia. Upplýsingarnar kunna að vera
ónákvæmar og ófullnægjandi að einhverju leyti og hafa
þarf aðgengi að þeim. Aldrei skal treysta eingöngu á
fyrrgreindar upplýsingar og tengda þjónustu.