Nokia N95 - Aðgangsstaðir

background image

Aðgangsstaðir

Hægt er að fá aðgangsstaðastillingar í skilaboðum frá
þjónustuveitu. Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 90. Sumir
eða allir aðgangsstaðir gætu verið forstilltir fyrir tækið af
þjónustuveitunni og því er ekki víst að hægt sé að breyta
þeim, búa þá til eða fjarlægja.

táknar varinn

aðgangsstað.

táknar aðgangsstað fyrir pakkagögn og

aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet.

Ábending! Hægt er að búa til netaðgangsstaði fyrir

þráðlaust staðarnet með WLAN-leiðsagnarforritinu.
Sjá „Leiðsagnarforrit fyrir þráðlaust staðarnet“ á bls. 26.

Nýr aðgangsstaður er búinn til með því að velja

Valkostir

>

Nýr aðgangsstaður

.

Stillingum aðgangsstaðar er breytt með því að velja

Valkostir

>

Breyta

. Fylgdu leiðbeiningum

þjónustuveitunnar.

Nafn tengingar

—Sláðu inn heiti fyrir tenginguna.

Flutningsmáti

—Veldu gerð gagnatengingarinnar.

Það hvaða stillingareiti er hægt að velja fer eftir því hvaða
gagnatenging er valin. Fylltu út alla reiti sem eru merktir
með

Þarf að skilgr.

eða rauðri stjörnu. Aðra reiti þarf ekki

að fylla út nema þjónustuveitan hafi tekið það fram.

Til að geta notað gagnatengingu verður símafyrirtækið að
styðja hana og, ef með þarf, virkja hana fyrir
SIM-kortið þitt.

Aðgangsstaðir fyrir pakkagögn

Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.

Nafn aðgangsstaðar

—Þú færð heiti aðgangsstaðarins frá

þjónustuveitunni.

Notandanafn

—Notandanafn getur verið nauðsynlegt til

að koma á gagnatengingu og það fæst hjá
þjónustuveitunni.

Biðja um lykilorð

—Ef þú þarft að slá inn lykilorðið í hvert

skipti sem þú tengist við miðlara eða ef þú vilt ekki vista
lykilorðið í tækinu skaltu velja

.

background image

St

il

lingar

128

Lykilorð

—Það getur verið nauðsynlegt að nota lykilorð til

að koma á gagnatengingu og það fæst yfirleitt hjá
þjónustuveitunni.

Aðgangskort

—Veldu

Venjulegt

eða

Öruggt

.

Heimasíða

—Sláðu inn veffangið eða númer

skilaboðamiðstöðvar margmiðlunarboða, eftir því hvaða
aðgangsstað þú vilt setja upp.

Veldu

Valkostir

>

Frekari stillingar

til að breyta

eftirfarandi stillingum:

Gerð símkerfis

—Veldu hvaða internetsamskiptareglur á að

nota:

IPv4

eða

IPv6

. Aðrar stillingar velta á því hvaða gerð

af símkerfi þú velur.

IP-tala símans

(aðeins fyrir IPv4)—Sláðu inn IP-tölu

tækisins.

DNS-veffang

—Í

Fyrra DNS-veffang

skaltu slá inn IP-tölu

aðalnafnamiðlarans. Í

Síðara DNS-veffang

skaltu slá inn

IP-tölu aukanafnamiðlarans. Vefföngin fást hjá
internetþjónustunni.

Veff. proxy-miðlara

—Sláðu inn veffang proxy-miðlarans.

Númer proxy-gáttar

—Sláðu inn gáttarnúmer

proxy-miðlarans.

Aðgangsstaðir fyrir þráðlaust staðarnet

Fylgdu leiðbeiningum þjónustuveitunnar.

Heiti þráðl. staðarnets

—Veldu

Slá inn handvirkt

eða

Leita að netum

. Ef þú velur netkerfi sem þegar er til eru

Gerð þráðl. staðarnets

og

Öryggi þráðl. staðarnets

ákvörðuð út frá stillingum aðgangsstaðatækisins.

Staða þráðlausa netsins

—Veldu hvort heiti símkerfisins

birtist.

Gerð þráðl. staðarnets

—Veldu

Sértækt

til að koma

á sértækum tengingum og leyfa tækjum að senda
og taka við gögnum beint. Ekki þarf að nota þráðlaust
aðgangsstaðatæki. Með sértækum tengingum verða
öll tæki að nota sama

Heiti þráðl. staðarnets

.

Öryggi þráðl. staðarnets

—Veldu dulkóðunina:

WEP

,

802.1x

(ekki fyrir sértækar tengingar) eða

WPA/WPA2

.

Ef þú velur

Opið kerfi

er engin dulkóðun notuð. Aðeins er

hægt að nota WEP, 802.1x og WPA ef netkerfið styður það.

Öryggisstillingar

—Sláðu inn öryggisstillingarnar:

Öryggisstillingar fyrir

WEP

:

WEP-lykill í notkun

—Veldu WEP-lykilnúmer. Hægt er

að búa til allt upp í fjóra WEP-lykla. Sömu stillingar
verður að velja í aðgangsstaðatækinu fyrir þráðlausa
staðarnetið.

background image

St

il

lingar

129

Gerð sannvottunar

—Veldu

Opin

eða

Samnýtt

fyrir

sannvottunina á milli tækisins og
aðgangsstaðatækisins.

Stillingar WEP-lykils

—Sláðu inn

WEP-dulkóðun

(lengd lykilsins),

Snið WEP-lykils

(

ASCII

eða

Sextánskt

) og

WEP-lykill

(WEP-lyklagögnin á völdu sniði).

Öryggisstillingar fyrir

802.1x

og

WPA/WPA2

:

WPA/WPA2

—Veldu gerð sannvottunarinnar:

EAP

til

að nota EAP-viðbót eða

Forstilltur lykill

til að nota

lykilorð. Ljúktu við að tilgreina stillingarnar:

Still. f. EAP viðbætur

(aðeins fyrir

EAP

)—Sláðu inn

stillingarnar í samræmi við leiðbeiningar
þjónustuveitunnar.

Forstilltur lykill

(aðeins fyrir

Forstilltur lykill

)—Sláðu

inn lykilorð. Sama lykilorð verður að slá inn
í aðgangsstaðatækið fyrir þráðlausa staðarnetið.

WPA2 aðeins stilling

(aðeins fyrir

WPA/WPA2

)—

Veldu hvort þú vilt nota TKIP (Temporal Key Integrity
Protocol).

Heimasíða

—Tilgreindu heimasíðu.

Veldu

Valkostir

>

Frekari stillingar

og úr eftirfarandi:

IPv4 stillingar

:

IP-tala símans

(IP-tala tækisins),

Forskeyti undirnets

(IP-tala undirnets),

Sjálfgefin gátt

(gáttin) og

DNS-veffang

. Sláðu inn IP-tölu aðal- og

aukanafnamiðlara. Vefföngin fást hjá internetþjónustunni.

IPv6 stillingar

>

DNS-veffang

—Veldu

Sjálfvirkt

,

Venjulegir

eða

Notandi skilgr.

.

Tilfallandi staðarnet

(aðeins fyrir

Sértækt

)—Til að slá inn

rásarnúmer (1-11) handvirkt skaltu velja

Notandi tilgreinir

.

Veff. proxy-miðlara

—Sláðu inn veffang proxy-miðlarans.

Númer proxy-gáttar

—Sláðu inn gáttarnúmer

proxy-miðlarans.