Nokia N95 - Tengiliðir (Símaskrá)

background image

Tengiliðir (Símaskrá)

Ýttu á

og veldu

Tengiliðir

. Í

Tengiliðir

er hægt að

vista og uppfæra tengiliðaupplýsingar, t.d. símanúmer,
heimilisföng og tölvupóstföng tengiliða. Hægt er hægt
að tengja hringitóna eða smámynd við tengiliðarspjald.
Einnig er hægt að búa til tengiliðahópa og þannig senda
textaskilaboð eða tölvupóst til margra viðtakenda
samtímis. Hægt er að bæta mótteknum
tengiliðaupplýsingum (nafnspjöldum) við tengiliði.
Sjá „Gögn og stillingar“ á bls. 90. Aðeins er hægt að
senda upplýsingar um tengiliði á milli samhæfra tækja.

Til að skoða hversu mikið minni tengiliðir og
tengiliðahópar taka, sem og hve mikið minni er laust
í

Tengiliðir

skaltu velja

Valkostir

>

Um tengiliði

.