Þráðlaust staðarnet
Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet. Á þráðlausu
staðarneti er hægt að tengjast við internetið og önnur
tæki sem eru tengd við kerfið. Upplýsingar um notkun
tækisins með öðrum samhæfum UPnP-tækjum
(Universal Plug and Play) um þráðlaust staðarnet,
sjá „Heimanet“ á bls. 66.
Til að geta notað þráðlaust staðarnet verður slíkt
net að vera til staðar og tækið að vera tengt því.
Í sumum löndum, eins og t.d. Frakklandi, eru takmarkanir
á notkun þráðlausra staðarneta. Frekari upplýsingar má
fá hjá yfirvöldum á staðnum.
Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar
aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga
úr endingu rafhlöðunnar.
Tækið styður eftirfarandi atriðið fyrir þráðlaust staðarnet:
•
IEEE 802.11b/g staðla
•
2,4 GHz tíðni
•
WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy)
með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA) og
802.1x dulkóðunaraðferðir. Aðeins er hægt að
nota þessa valkosti ef símkerfið styður þá.