 
Leiðsagnarforrit fyrir þráðlaust 
staðarnet
Leiðsagnarforritið hjálpar þér að koma á tengingu 
við þráðslaust staðarnet og vinna með þráðlausar 
staðarnetstengingar.
Leiðsagnarforritið sýnir stöðu þráðlausra 
staðarnetstenginga í virkum biðham. Til að sjá tiltæka 
valkosti skaltu fletta að röðinni sem sýnir stöðuna og 
ýta á
.
Ef leitarniðurstöður fyrir þráðlaus staðarnet birtast, til 
dæmis 
Þráðl. staðarnet fannst
, þá þarftu, til að búa til
netaðgangsstað og ræsa netvafrann sem notar þennan 
aðgangsstað, að velja stöðuna, valkostinn 
Ræsa vefskoðun
og símkerfið.
Ef þú velur varið þráðlaust staðarnet er beðið um að þú 
sláir inn viðkomandi lykilorð. Til að tengjast földu símkerfi 
þarftu að slá inn SSID-heiti þess. Til að búa til nýjan 
aðgangsstað fyrir falið þráðlaust staðarnet skaltu velja
Nýtt staðarnet
.
Ef þú ert með tengingu við þráðlaust staðarnet birtist 
heiti aðgangsstaðarins. Til að ræsa netvafrann á þessum 
aðgangsstað skaltu velja stöðuna og valkostinn 
Halda skoðun áfram
. Til að rjúfa tengingu á þráðlausa
staðarnetinu skaltu velja stöðuna og valkostinn
Aftengjast v. staðarn
.
Þegar leit að þráðlausu staðarneti er lokið og 
engin tenging við þráðlaust staðarnet er virk birtist 
Slökkt á staðarnetsleit
. Til að hefja leit og finna tiltæk
þráðlaus staðarnet skaltu velja stöðuna og ýta á
.
Til að hefja leit að tiltækum þráðlausum staðarnetum 
skaltu velja stöðuna og valkostinn 
Leita að staðarnetum
.
Til að stöðva leit að þráðlausu staðarneti skaltu velja 
stöðuna og valkostinn 
Slökkva á sjálfv. leit
.
Til að opna leiðsagnarforritið fyrir þráðlaus staðarnet 
á valmyndinni skaltu ýta á 
og velja
Verkfæri
>
St.net.hjálp
.